Í djúpu lauginni!

Fór í gærkvöld á mína þriðju æfingu hjá de Capella Nicolai. Það er sem sagt ekki enn búið að reka mig þar sem tölvupósturinn með veikindatilkynningunni barst víst organistanum um síðustu helgi. Það var nóg að gera á þessari æfingu og sér í lagi fyrir mig þar sem ég var ein í minni rödd og í þokkabót ekki alveg búin að ná mér af hálsbólgunni. En eins og venjulega á þessum æfingum henti organistinn í í okkur nýju stykki og við sungum það í gegn. Að því loknu tilkynnti hann að María ætti að stjórna þessu á laugardaginn þar sem hann þurfi að spila þetta á orgelið uppi....what!!!!! María er sem sagt ég í Hollandi:-) Ég hélt fyrst að maðurinn væri að grínast en svo var ekki, mér var stillt upp fyrir framan kórinn og látin stjórna þessu verki og á að gera það í athöfn á morgun! Þetta "aðstoðarmannsjobb" virðist ætla að verða aðeins meira en ég hélt og ég er ekki einu sinni búin að fá lykil að kirkjunni ennþá, en eitthvað hlýtur nú að fara að gerast í því máli.
Ég fór mína síðustu ferð til að æfa í Zaandam í fyrradag, var nánast króknuð úr kulda við bilaða orgelið þó svo að ég væri í lopapeysu, með ullarsjal og húfu, og ákvað að kveðja Serbann minn fyrir fullt og allt með von um að eitthvað betra bíði mín.
Nú er víst orðin vika síðan við komum úr haustfríinu okkar þar sem við áttum frábæra daga hjá Þorgerði og fjölskyldu. Saumavélin, öðru nafni Hyandai Atos stóð sig ótrúlega vel en Elmar er nú samt búinn að fá mig til að samþykkja að taka kannski aðeins skárri bíl næst. En á henni fórum við nú samt til Frakkalands og Lúxemborgar og keyrðum um allan Móseldalinn og heimsóttum vínbændur sem var mjög skemmtilegt. Komum heim með um 20 flöskur af eðalvínum:-) En það var æðislegt að komast út úr borginni í nokkra daga og vonandi getum við leyft okkur þetta aftur áður en langt um líður.
Eins og glöggir menn/konur hafa sjálfsagt tekið eftir þá vantar myndböndin við færsluna hérna fyrir neðan. Það eru smávægileg tæknileg vandamál hjá mér en ég set þetta inn um leið og Elmar tölvudúddi verður búinn að leysa málin fyrir mig:-)
Annars er mikil eftirspurn eftir gistingu á Hótel Organíu þessa dagana og aðeins vika í næstu gesti. EInnig er búið að bóka þriðju helgi nóvembermánaðar svo og jólin jafnvel líka:-) Erum við afar glöð yfir þessum góðu viðtökum og hlökkum mikið til að fá ykkur.
Kossar og knús til allra, litla fjölskyldan í Dam

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Letilufsa

Ferðafílingurinn er líka að detta inn og maður farin að pumpa fólk um hvað sé helst að skoða :) svona fyrir utan það augljósa (HM HM)

Hlakka til að sjá ykkur

Letilufsa, 26.10.2007 kl. 11:56

2 identicon

Þú átt eftir að standa þig eins og hetja í kórstjórnunni Adda mín - hef ekki nokkrar áhyggjur af þér og það er bara frábært að þú fáir að gera eitthvað almennilegt og krefjandi í þessu "aðstoðarmannahlutverki" 

Annars er bara gleði í Reykjavíkinni. Stelpumatarboð hjá Ellu á morgun þar sem graflaxinn minn verður prufukeyrður í forrétt. Æsispennandi

Góða helgi og bestu kveðjur til litlu Dam fjölskyldunnar!

Soffía (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 14:27

3 identicon

sæl Arngerður

ég hef verið að fylgjast með blogginu þínu annað slagið og haft gaman af.  Þið hafið komið ykkur vel fyrir og ég heyri á þér að þið eruð hamingjusöm þarna saman, frábært.  Þú þarft nú ekki að hafa nokkrar áhyggjur af þessu aðstoðarmannsjobbi, því ef einhver plummar sig vel í því þá ert það þú....

Hlakka til að heyra meira frá lífinu ykkar í Hollandi, bestu kveðjur til ykkar allra með þakklæti fyrir frábæra ferð til Kanada. 

ps. er ekki enn byrjuð aftur í kórastarfinu, ætla að sjá til um áramót.

Ágústa sópranos.

Ágústa Hjartar (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 15:36

4 identicon

Takk fyrir peppið Soffía mín:-) Bið að heilsa í boðið annað kvöld og skemmtið ykkur svaðalega vel!!! Graflax....ummmmm, verður örugglega geðveikur hjá þér.

Arngerður María Árnadóttir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 16:50

5 identicon

Gaman að heyra frá þér Ágústa og takk fyrir góðar kveðjur og hvatningu:-) Finnst frábært þegar gestir bloggsins láta aðeins heyra í sér.

Arngerður María Árnadóttir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 16:52

6 identicon

Veit að þú hefur alveg rúllað þessu kórstjórnardæmi upp, en veit líka að manni bregður þegar einhverju er dembt svona á mann. Erum að farast úr fullkomnunarátáttu og viljum alltaf fá að undir búa okkur 100% en held það sé gott að fá sovna "óvænt " verkefni stundum til að "lækna" áráttuna.

SKilaðu kveðju til tenórsins:O)

Syngibjörgb (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 08:53

7 identicon

Messan gekk upp í gær: Tveir Kiddar, ég og Bjarni, allur altinn og það vantaði bara Sonju í sópran. Sungum 747 í röddum í stað forspils og aftur undir altarisgöngu, Þig lofar faðir líf og önd í röddum (nýbúin að læra altinn en tæklaði tenórinn þokkalega) og svo var "Drottinn er minn hirðir..." stólversið eftir predikun.  Svo voru 5 sálmar sungnir einraddað.

Gott að allt er að ganga upp hjá þér.  Þú ferð létt með þetta verk sem búið er að "demba"!  Gangi þér allt í haginn.  Átti að skila kveðjur frá "óþæga kórnum".  Farðu vel með þig!

Anna, tenórína (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband