Það er leikur að læra, tralllalalalaaaa

Já...mér tókst sem sagt að vera heimavinnandi húsmóðir í heila 2 mánuði. Nei,nei ég fékk nú ekki vinnuna sem ég sótti um, né nokkra aðra vinnu en er eiginlega komin í nám einu sinni enn...
Á þriðjudaginn fór ég til Haarlem og spilaði fyrir þennan fína organista og yfirmann orgeldeildarinnar hér í Amsterdam, Jacques van Oortmerssen. Það gekk bara svona vel og honum leist svo vel á mig að ég er orðin nemandi hans:-) Verð í einkatímum tvisvar til þrisvar í mánuði og svo á ég líka að mæta í hóptíma hjá honum alla miðvikudaga og nú held ég að sé búin að taka stefnuna á inntökupróf í Konservatoríið í júní, allt að gerast sem sagt:-) Þetta er mjög spennandi og ég er alveg í skýjunum yfir að hafa komist að hjá honum, líst rosa vel á manninn.

En að öðrum málum. Hér er búið að vera líf og fjör síðustu daga. Día Anna og Kristen komu á föstudaginn og við áttum mjög skemmtilega helgi með þeim....fórum í siglingu, röltum um miðbæinn, fengum okkur bjór og pönnukökur, út að borða, kíktum aðeins út á lífið, í búðir, söfn og fleira skemmtilegt. Á þriðjudaginn kom svo Nonni frændi og þær Kristín og Lilja söngspírur með honum. Fórum út að borða með þeim í fyrradag, ég skellti svo í lasagne í gær og við borðuðum saman kvöldmat hér, voða notalegt. Kristín fór síðan í dag en Lilja verður fram á sunnudag og eigum við að sjálfsögðu eftir að gera eitthvað sniðugt saman næstu daga.

Alvilda Eyvör er búin að eignast vin! Eins og sjálfsagt mörg ykkar vita eru afar fáir sem fá þann status hjá henni og þetta því ekki lítið merkilegt:-) Vinurinn er tyrkneskur strákur sem er fæddur sama dag og hún og er Alvilda að sjálfsögðu voða ánægð með þetta.

Sem sagt allt í gúddí hér, over and out Adda


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Adda.

Til hamingju með þennan áfanga. Er þetta ekki organistinn sem þú vildir endilega komast að hjá? Þér á örugglega eftir að ganga vel.

Það er sem sagt nóg að gera hjá ykkur öllum í fjöslkyldunni.

Bestu kveðjur til ykkar allra.

Bjarnheiður.

Bjarnheiður Elísdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 13:57

2 identicon

Til hamingju Adda mín, þetta er frábært hjá þér

Rakel (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 16:02

3 identicon

Elsku Adda!!!

Thu ert snillingur, eins og eg hef alltaf vitad... Til hamingju med thetta... thu att eftir heilla hann alveg uppur skonum thennan "Ostameistara" (eins og nafnid hljomar )

Knus og kossar *

Kristbjörg (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 19:45

4 identicon

Til hamingju með kennarann. Passaðu bara að hann fari ekki að láta þig sitja allt of hátt. Það var nebblega einn fyrrverandi nemandi hans hér í sólóklassanum sem sat alltaf á herðablöðunum og var með bekkinn stilltan jafn hátt og mennirnir sem voru tveggja metra háir þrátt fyrir að vera ofurlítil japösk písl. Ef hann gengur ennþá með tvenn gleraugu í einu þá máttu flissa frá mér.

orgelstelpa (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 19:55

5 identicon

Frábært að þú komst að hjá þessum kennara. Til hamingju!

Þið eruð öll þrjú að standa ykkur mega-vel.  Ekki gleyma samt að fara vel með

ykkur.  Kv. frá einni úr "Óþæga kórnum - sem er aftur farin að syngja alt" 

Anna (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 18:39

6 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Ætlaði einmitt að spurja hvort hann væri ekki ábyggilega með tvenn gleraugu á nefinu, annars er ábyggilega ekkert að marka hann.  Líst rosalega vel á að hafa þig hjá honum!

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 10.11.2007 kl. 18:40

7 identicon

Hæ! Til lukku með þetta - það munar að hafa eitthvað að gera, sérstaklega ef það er svo líka eitthvað skemmtilegt og sem maður hefur áhuga á! Alveg brilliant!


Svo verðum við að finna tíma í einn hitting áður en ég sting af í jólagleðina heima..  kannski reyna að finna almennilegan pizzastað í þetta skipti? Kannski öruggara en hamborgararnir!

 kv Dóa, ennþá samt að drukkna í lærdómi! 

Dóa (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband