Stóra skólastelpan mín

Í gær var fyrsti skóladagurinn runninn upp og við Alvilda héldum út kl. 8:30. Wendy ofuryndislega tók á móti okkur og síðan hófst bara prógrammið. Þau byrja á að sitja saman í hring og syngja og spjalla, síðan smá frjáls tími sem mín fílar mjög vel þar sem það er ótrúlega mikið af flottu og skemmtilegu dóti hjá þeim. Síðan fengu allir að fara í búninga, þ.e grímubúninga sem fullt er til af og svo var sett upp leikrit, tónlist sett í botn og allir dönsuðu saman. Þetta fannst Alvildu æðislegt og held ég að óhætt sé að segja að hún sýni mikla hæfileika á því sviðinu:-) Síðan settust allir við borð og fóru að leira og þá ákvað móðirin að gerast frökk og fara heim. Alvildu fannst það ekkert mál og hún var ein þarna í 1 og 1/2 tíma og gekk það víst bara vel. Hún fer svo aftur á morgun og föstudag, alltaf lokað á miðvikudögum, og er bara spennt yfir því heyrist mér. Hún fer líka með nesti og finnst það rosa sport og fór strax að tala um í gærkvöld hvenær hún færi aftur í skólann með nesti:-)
Annars er ekkert nýtt af tollamálunum en fékk hinsvegar að vita í gær að við fáum tíma til að sækja um kennitölu......25. september! Ætli það sé ekki best að reyna að fara að aðlagast þessum hollenska hraða ef maður á að þrífast hér;-)
Nonni frændi (Jón Þorsteinsson söngkennari) er að koma til Amsterdam á eftir. Við Alvilda ætlum að fara að taka á móti honum heima hjá honum og reyna svo að gefa honum eitthvað gott að borða hér á Brederodetraat í kvöld.
Ég gleymdi myndavélinni heima þegar við fórum í skólann í gær en ætla að reyna að taka hana með á morgun og fá að taka nokkrar myndir til að setja hingað inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra að fyrsti skóladagurinn gekk svona vel hjá litlu sætu Alvildu  Hlakka til að sjá skólamyndirnar!

Soffía (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 14:52

2 identicon

Það er rosalega gaman að fylgjast með ykkur. Alvilda er svo yndisleg!

Kveðja úr rigningunni í Rvk

Elsa

Elsa (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband