Í skólanum, í skólanum, tralalalalalaaaaa

Veit að ég er alveg að missa mig hérna en ég bara varð að segja frá því að hún Alvilda Eyvör byrjar í forskólanum á þriðjudaginn!!!! Þetta er bara ótrúlegt, ég hélt að allt gengi í skjaldbökugírnum í Hollandinu. Hún Wendy, ofuryndislega konan í forskólanum, sagði reyndar að við værum rosalega heppin, á sama tíma í fyrra hefði verið biðlisti. En við förum sem sagt að hitta hana í fyrramálið og svo er bara mæting á þriðjudag kl. 8:30 og þarna verður hún alla virka dag nema miðvikudaga frá 8,30 til 12. Mjög spennandi sem sagt.
Fleira hefur nú reyndar gerst í dag...má kannski deila um hversu merkilegt það sé en ég er búin að troða mér upp á íslenska konu sem þekkir einhverja organista og er í nokkrum kórum og tók hún það verkefni að sér að athuga hvort einhver sé til í taka mig í tíma og hvort einhver vilji leyfa mér að syngja í kórnum sínum.
Síðan tókst mér að fá mann hingað fá leigumiðluninni sem ætlar að reyna að redda okkur nýjum termostat, nýjum hljómflutningstækjum og nýrri þvottavél/þurrkara...jeeiiiiiiiii....en tæki þessi virka svona misvel. Áður var ég líka búin að nöldra DVD-spilara út úr þeim svo að mér finnst ég bara standa mig nokkuð vel:-)

Góðar stundir, Adda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hvað allt er að ganga upp hjá ykkur :), og gott að geta fylgst aðeins með.  Við vorum á fyrstu kóræfingunni í gærkvöld og það vantaði bara 3 í tenór (Kjartan færði sig yfir og söng með Bjarna).  Farðu vel með þig kv. Anna

Anna Sigríður Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:09

2 identicon

Aww litla blómið verður farið að tala "hrognamál" eftir nokkra mánuði..  Bið að heilsa og Kysstu Alvildu frá mér

Mía systir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:12

3 identicon

Elskan... ofsa gaman ad lesa bloggid thitt ;-) Er lika buin ad koma mer agaetlega fyrir og byrjadi ad mala veggi i gaer (yfir hraedilegt veggfodur) en annars er ibudin fin og vinnan bara mjog thaegileg... allir voda vingjarnlegir og vilja gera manni lifid einfalt... madur er m.a.s. buin kl 13 a fostudogum! Aetla ad skella mer til Stockholm i kvold og vera yfir helgina ;) Aetla ad klara ad utbua bloggid mitt um helgina og sendi ther link!

 Bid ad heilsa dullan min... og gangi ykkur afram vel ;)

Koss *

Kristbjörg 

Kristbjörg Sigurdardottir (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 10:45

4 identicon

Heil og sæl! Gott að sjá að allt  gengur vel hjá ykkur.  Til hamingju með leikskólplássið  Alkvilda mín. Ég veit þetta á eftir  að ganga vel hjá þér. Frábært ef þetta gengur hjá þér,  Adda mín.  Hvað er að frétta af kryddinu og nærfötunum þínum?  Hvernig gengur hjá Elmari? Þú ættir að blogga um það finnst hann er svona lélegur í blogginu sínu.  Kossar, knús og faðmlag til allra Kv.   Þóra

Alvilda Þóra Elísdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband