Það er leikur að læra, tralllalalalaaaa

Já...mér tókst sem sagt að vera heimavinnandi húsmóðir í heila 2 mánuði. Nei,nei ég fékk nú ekki vinnuna sem ég sótti um, né nokkra aðra vinnu en er eiginlega komin í nám einu sinni enn...
Á þriðjudaginn fór ég til Haarlem og spilaði fyrir þennan fína organista og yfirmann orgeldeildarinnar hér í Amsterdam, Jacques van Oortmerssen. Það gekk bara svona vel og honum leist svo vel á mig að ég er orðin nemandi hans:-) Verð í einkatímum tvisvar til þrisvar í mánuði og svo á ég líka að mæta í hóptíma hjá honum alla miðvikudaga og nú held ég að sé búin að taka stefnuna á inntökupróf í Konservatoríið í júní, allt að gerast sem sagt:-) Þetta er mjög spennandi og ég er alveg í skýjunum yfir að hafa komist að hjá honum, líst rosa vel á manninn.

En að öðrum málum. Hér er búið að vera líf og fjör síðustu daga. Día Anna og Kristen komu á föstudaginn og við áttum mjög skemmtilega helgi með þeim....fórum í siglingu, röltum um miðbæinn, fengum okkur bjór og pönnukökur, út að borða, kíktum aðeins út á lífið, í búðir, söfn og fleira skemmtilegt. Á þriðjudaginn kom svo Nonni frændi og þær Kristín og Lilja söngspírur með honum. Fórum út að borða með þeim í fyrradag, ég skellti svo í lasagne í gær og við borðuðum saman kvöldmat hér, voða notalegt. Kristín fór síðan í dag en Lilja verður fram á sunnudag og eigum við að sjálfsögðu eftir að gera eitthvað sniðugt saman næstu daga.

Alvilda Eyvör er búin að eignast vin! Eins og sjálfsagt mörg ykkar vita eru afar fáir sem fá þann status hjá henni og þetta því ekki lítið merkilegt:-) Vinurinn er tyrkneskur strákur sem er fæddur sama dag og hún og er Alvilda að sjálfsögðu voða ánægð með þetta.

Sem sagt allt í gúddí hér, over and out Adda


20 gráður á celcius:-)

...reyndar ekki úti, heldur inni í St. Nicolaas þar sem ég var að æfa mig í morgun. Þetta hafðist sem sagt loksins, í gærkvöld fékk ég lykla að kirkjunni og þvílíkur munur að vera ekki hríðskjálfandi og loppin á höndunum við að spila...tóm hamingja sem sagt. Þó er sjálfsagt vissara að vera búin að æfa vel fyrir næstu kóræfingu þar sem stjórnandinn var ekki mjög sáttur við kórinn í gær og allt gekk á afturlöppunum. Þetta týpíska tímabil að hefjast, þ.e síðustu æfingar fyrir tónleika þar sem ekkert gengur upp en svo smellur þetta nú venjulega allt þegar á hólminn er komið sem í þessu tilfelli verður 11. nóvember.
Við Alvildu skutluðumst upp á Kinkerstraat í gær og versluðum með nýja, fína debetkortinu mínu 10 jólagjafir á ca. 30 mínútum...hhmmmm kannski hljómar þetta ekkert vel... Þar með eru jólagjafainnkaup að verða hálfnuð og bara 2. nóvember, nokkuð gott ekki satt?
Annars allt í góðu hér, Elmar í skólanum og gengur vel, Alvilda syngur "Nínu" daginn út og inn og fílar sig sérstaklega vel í kaflanum: "er ég vakna, óóóó, nína þú ert ekki lengur hér...". Held við mæðgur drífum okkur nú í búðina að versla inn fyrir helgina en D og K koma í kvöld og þarf því að endurnýja birgðir hótelsins af matar og drykkjarvörum ýmsum.

Góða helgi og bestu kveðjur frá okkur!


Holland í dag

Hollendingar hafa greinilega ákveðið að bjóða okkur velkomin í samfélag sitt, og það með stæl! Í dag afhentu þeir mér loksins debetkort og það þýðir að núna get verslað í matinn án þess að þurfa að biðja húsbóndann um pening, sem sagt orðin fjárráða í Hollandi...ekki hægt að kvarta yfir því. Það sem meira er þá hafa þeir einnig kynnt okkur fyrir þjóðaríþrótt sinni, sem er reiðhjólaþjófnaður, en okkur til mikillar gleði stálu einhver góðmenni nýja hjólinu okkar í gær. Það verður nú að segjast eins og er að þeir eru snillingar í þessu, þessar elskur. Gripurinn stóð við stóra götu þar sem alltaf er mikið af fólki, harðlæst með dýrasta og stærsta lásnum sem við fundum í hjólabúðinni plús að þetta var um miðjan dag...en allt kom fyrir ekki, hjólið horfið að eilífu er ég ansi hrædd um. Ætli næsta verkefni okkar sé þá ekki að reyna að finna elsta og ljótasta hjólið í Amsterdam sem enginn mun nenna að stela, held að það sé eina ráðið.
Á laugardaginn söng ég við svo kallað "evensong" í St. Nicolaas kirkjunni. Það var bara mjög skemmtilegt og þá ekki síst sú upplifun að fá að klæðast enskum kórdrengjabúningi sem ég held að slái meira að segja "sloppunum" í Óháða söfnuðinum við....;-) Eins og ég var búin að segja frá hér í síðustu færslu þá átti ég að stjórna einu verki en hálftíma fyrir athöfnina voru þau allt í einu orðin tvö...held þetta hafi þó gengið alveg ágætlega, amk hef ég ekki fengið uppsagnarbréfið í hendurnar ennþá:-)
Á föstudagskvöldð eru Día Anna og Kristen væntanleg og hlökkum við mikið til að fá þau. Lilja og Kristín söngspírur verða síðan í borginni í næstu viku og nokkrum dögum síðar mæta Fjóla frænka Elmars og eiginmaður...sem sagt nóg að gera hjá okkur. Síðan eru amma Della og afi Elli búin að staðfesta að þau ætla að koma til okkar nokkrum dögum fyrir jól, ná sýningu hjá Elmari og vera svo hjá okkur um jólin og eigum við án efa eftir að hafa það afskaplega notalegt hérna saman.
Af mínum orgelmálum er lítið nýtt að frétta, ætlaði að vera hætt að ferðast til Zaandam en þar sem ég hef ekki enn fengið lykil af kirkjunni hér þá tók ég þríþrautina upp aftur núna í vikunni. Það er alltaf meira og meira að gera hjá Elmari í skólanum, verður eitthvað í tímum allar helgar líka að ég held fram að jólum...talandi um jól, það eru 2 eða 3 vikur síðan það var farið að setja upp jólaljósin niður í bæ og allar búðir að fyllast af jóladóti, og ég hélt að við værum alltaf svo svakalega snemma í þessu á Íslandi.
Alvildu langar afskaplega mikið í slátur, framleiðir skartgripi úr perlum af miklum móð og er einnig orðin mikil áhugamanneskja um ballett. Nonni frændi ætlar að vera svo yndislegur að færa henni sláturkeppi þegar hann kemur í næstu viku, hef sjaldan séð hana verða jafn glaða eins og þegar ég sagði henni frá því:-)

Svona er sem sagt Holland í dag. Góðar stundir!


Í djúpu lauginni!

Fór í gærkvöld á mína þriðju æfingu hjá de Capella Nicolai. Það er sem sagt ekki enn búið að reka mig þar sem tölvupósturinn með veikindatilkynningunni barst víst organistanum um síðustu helgi. Það var nóg að gera á þessari æfingu og sér í lagi fyrir mig þar sem ég var ein í minni rödd og í þokkabót ekki alveg búin að ná mér af hálsbólgunni. En eins og venjulega á þessum æfingum henti organistinn í í okkur nýju stykki og við sungum það í gegn. Að því loknu tilkynnti hann að María ætti að stjórna þessu á laugardaginn þar sem hann þurfi að spila þetta á orgelið uppi....what!!!!! María er sem sagt ég í Hollandi:-) Ég hélt fyrst að maðurinn væri að grínast en svo var ekki, mér var stillt upp fyrir framan kórinn og látin stjórna þessu verki og á að gera það í athöfn á morgun! Þetta "aðstoðarmannsjobb" virðist ætla að verða aðeins meira en ég hélt og ég er ekki einu sinni búin að fá lykil að kirkjunni ennþá, en eitthvað hlýtur nú að fara að gerast í því máli.
Ég fór mína síðustu ferð til að æfa í Zaandam í fyrradag, var nánast króknuð úr kulda við bilaða orgelið þó svo að ég væri í lopapeysu, með ullarsjal og húfu, og ákvað að kveðja Serbann minn fyrir fullt og allt með von um að eitthvað betra bíði mín.
Nú er víst orðin vika síðan við komum úr haustfríinu okkar þar sem við áttum frábæra daga hjá Þorgerði og fjölskyldu. Saumavélin, öðru nafni Hyandai Atos stóð sig ótrúlega vel en Elmar er nú samt búinn að fá mig til að samþykkja að taka kannski aðeins skárri bíl næst. En á henni fórum við nú samt til Frakkalands og Lúxemborgar og keyrðum um allan Móseldalinn og heimsóttum vínbændur sem var mjög skemmtilegt. Komum heim með um 20 flöskur af eðalvínum:-) En það var æðislegt að komast út úr borginni í nokkra daga og vonandi getum við leyft okkur þetta aftur áður en langt um líður.
Eins og glöggir menn/konur hafa sjálfsagt tekið eftir þá vantar myndböndin við færsluna hérna fyrir neðan. Það eru smávægileg tæknileg vandamál hjá mér en ég set þetta inn um leið og Elmar tölvudúddi verður búinn að leysa málin fyrir mig:-)
Annars er mikil eftirspurn eftir gistingu á Hótel Organíu þessa dagana og aðeins vika í næstu gesti. EInnig er búið að bóka þriðju helgi nóvembermánaðar svo og jólin jafnvel líka:-) Erum við afar glöð yfir þessum góðu viðtökum og hlökkum mikið til að fá ykkur.
Kossar og knús til allra, litla fjölskyldan í Dam

Er ég þá hommi.....

stundi aumingja Elmar þegar ég sýndi honum niðurstöður úr nýjasta netprófinu sem ég þreytti í gær:

"Your Inner Gender is Male
You are rational, matter of fact, and quite dominant.
You like to get things done, without any emotional messiness.
You truly don't understand most women. And you definitely feel more comfortable around men.
No doubt about it. You're a guy - at least on the inside."

http://www.blogthings.com/whatsyourinnergenderquiz/ fyrir áhugasama og þá sem eru atvinnu og skólalausir eins og ég og hanga í tölvunni yfir svona gáfulegum hlutum:-)


Frumraun Alvildu á sviði:-)

Smá sýnishorn frá leiksýningunni sem var í skólanum hjá Alvildu í dag.

94%!!!

Ég er ennþá veik og nákvæmlega á þessari stundu er messan að hefjast sem ég átti að syngja íCrying  Sendi kórstjóranum tölvupóst í gær, fattaði að ég hef ekki símanúmer hjá neinum þarna, en hann hefur ekki svarað... fékk hann ekki örugglega póstinn... Nú lætur mín mikla samviska segja til sín og sé ég kórinn fyrir mér vera að blóta þessum nýja Íslending sem skrópar í messu og sé búið að ákveða að ég verði rekin á næstu æfinguWoundering

En letilufsan hefur reddað deginum þar sem ég er víst 94% hamingjusöm....er þá nokkuð annað sem skiptir máli???Wink    http://www.blogthings.com/howperfectisyourlifequiz/


Myndir úr ferðinni

Var að setja inn myndir úr ferðinni, kíkið endilega á þær:-) Ætlaði líka að skrifa ferðasöguna en er of veik til þess, er í rúminu með hrikalega hálsbólgu og get ekki einu sinni talað....lofa að skella inn bloggi þegar heilsan leyfir:-)

Allt að gerast:-)

Ég fór á kóræfingu í gærkvöld hjá De Cappella Nicolai, en það er kór í St. Nicolaas kirkjunni sem er stór og falleg kaþólsk kirkja hér í miðborginni. Kórstjórinn/organistinn er alveg sérstaklega almennilegur maður og hann ákvað að gera mig að "aðstoðarmanni" sínum sem þýðir að ég mun syngja með kórnum og aðstoða hann með æfingarnar þegar þarf, eins og t.d að spila undir. Fyrir þetta fæ ég lykil að kirkjunni og get æft mig til kl. 11 alla daga á hárómantískt, nýuppgert Sauer-orgel!!! Ég er að sjálfsögðu mjög hamingjusöm með þennan díl:-)
Kórinn er bara nokkuð góður, telur 18 manns og syngur mestmegnis "early music" , þ.e tónlist frá 16. og 17. öld í athöfnum en heldur líka þrenna tónleika á ári þar sem efnisskráin er mun fjölbreyttari. Reyndar þarf ég að syngja 2 laugardaga og 1 sunnudag í mánuði sem er mun meira en í kirkjukórunum heima en ég held að það sé nú reyndar möguleiki að fá frí ef eitthvað sérstakt er.
Ef einhver er forvitinn þá set ég hérna inn slóðina á heimasíðu kirkjunnar en þar eru myndir og fleira.
http://www.muziekindenicolaas.nl/english/index.html

Það er líka mikið að gerast hjá henni Alvildu Eyvöru. Þau eru búin að vera að æfa eitthvað leikrit í skólanum og verða með sýningu 23. október, verður eflaust gaman að sjá það:-) Annars gengur bara vel hjá henni í skólanum, kennararnir eiga ekki orð yfir því hvað hún var fljót að læra hollensku lögin og hvað hún er klár að dansa, held við verðum að reyna að koma henni í ballett eða e-ð þannig. Hún talar enga hollensku í skólanum en talar þess í stað bara sína íslensku við kennarana:-) Hún kann nú samt þó nokkuð í málinu og við erum búin að kaupa svona Orðabók barnanna og kíkjum í hana á hverjum degi og lærum ný orð.

Elmar brillerar að sjálfsögðu í sínum skóla. Er að ég held orðinn um það bil altalandi á frönsku og syngur eins og engill, eins og alltaf:-) Undirbúningur fyrir óperuna gengur vel og æfingar fara á fullt í þarnæstu viku. Ég hlakka mikið til að fá að sjá hann í sinni fyrstu "alvöru" óperusýningu í desember, held að frumsýningin sé þann tólfta... svona ef þið ætlið að mæta;-)

Nú er haustfríið framundan og eigum við að sækja saumavélina kl. 8 í fyrramálið og þá verður haldið til Þýskalandsins. Við erum búin að ákveða að þiggja boð Þorgerðar um að vera hjá þeim fram á fimmtudag. Þau eru frábærlega staðsett þarna í Trier, stutt til Lúxemborgar og Frakklands og líka nóg að skoða þarna í þeirra nágrenni.

Bestu kveðjur til allra heima:-)


Afrekaskrá Organíu og co. 5. - 11. október

1. Erum loksins orðin "Hollendingar" eftir 6 vikna pappírsvinnu, ferðalög og símtöl, fengum sem sagt dvalarleyfin okkar á föstudaginn.
2. Ég þótti loksins hæf til þess að komast inn í hollenska bankakerfið og á von á debetkorti í pósti...jeiiiiii. Hins vegar fæ ég ekki kreditkort frekar en nokkur annar hér sem ekki er með neinar tekjur. Athyglisvert þar sem maður getur fengið eins mörg kort og maður vill heima, sama hvort maður er atvinnulaus, námsmaður eða hvað!
3. Er búin að fara 4 ferðir til Zaandam að æfa mig á orgelið góða:-)
4. Náði að stytta ferðalagið til Zaandam úr 60 mín í 45 hvora leið sem hlýtur að reiknast sem 30 mínútur í gróða, ekki slæmt það:-)
5. Er í tengslum við nýja ferðaáætlun farin að stunda þríþraut, 12 mín. hjólreiðar, 10. mín. lestarferð og 10 mín. kraftganga hvora leið.
6. Tókst að týna hjólinu mínu á lestarstöðinni. Tók 10 mínútur og 2 hringi í kringum stöðina að finna það í innan um hin ca. 5000 hjólin!!!
7. Lærði að leggja vel á minnið hvar ég legg hjólinu og vera alltaf á því gula, fljótlegra að finna það þar sem 95% hjólanna hér eru svört og líta alveg eins út og nýja hjólið mitt:-)
8. Búin að fara þrisvar sinnum út að hlaupa og fer núna allan hringinn í Vondelpark á tæplega 25 mínútum og án þess að líða eins og öll innyflin séu að koma upp úr mér.
9. Hef kvartað svo mikið við leigumiðlunina út af íbúðinni, leka og kulda, að þeir létu til leiðast og ætla að koma á morgun, gera úttekt á íbúðinni og hugsanlega fara út í einhverjar framkvæmdir.
10. Fór á kóræfingu í síðustu viku hjá fínum kammerkór sem reyndar hefur ekki pláss fyrir mig sem stendur en ég er komin á biðlistann;-)
11. Fer í kvöld á æfingu hjá kaþólskum kirkjukór, fæ vonandi að syngja með og hitti þar organista sem ætlar að athuga hvort hann geti aðstoðað mig eitthvað með mín mál.
12. Skilaði inn umsókn um organistastarfið.
13. Heimsóttum dýragarðinn á sunnudaginn, mjög flottur og skemmtilegur.
14. Alvilda og Elmar fóru í klippingu og eru sætari en nokkru sinni fyrr.
15. Bauð Nonna frænda í mat og gaf honum grænmetisrétt í svona 6. skipti í röð...alveg óvart....
16. Hef aldrei borðað jafn mikið af súkkulaði, súkkulaðikexi og grænmeti.
17. Hef örugglega aldrei hreyft mig jafn mikið á jafn skömmum tíma, vona að það vegi eitthvað upp á móti sykursukkinu mínu:-)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband