Af fleiri ferðalögum og frönskuflækjum

Hér í Amsterdam höfum við rétt lokið við að borða grískt Moussaka með salati, brauði og tilheyrandi. Ég er að læra á hollenska matarinnkaupasystemið og líst afar vel á. Uppgötvaði glæsilega kjötbúð í dag með öllum tegundum, meira að segja hrossum, í öllum mögulegum formum á spottprís, meira að segja miklu ódýrara heldur en í stórmörkuðunum samkvæmt nýjustu matvælaverðskönnun Arngerðar. Útimarkaðurinn í hverfinu er líka algjör snilld, við Alvilda versluðum grænmeti og ávexti í 2 poka fyrir svona 500 kall.
En svo eru það ferðalögin okkar, lagt var í reisu í IKEA á laugardaginn til að kaupa rúm handa Alvildu og varð þetta líka bara þetta fína 5 tíma ferðalag í heildina, fórum með sporvagni og svo lest. Við versluðum helling í IKEA, fyrir utan rúmið þá vantaði ýmislegt í eldhúsið og svona og svo sjá þeir bara um að senda manni þetta heim. Við settum allt í heimsendingu og fengum þetta upp að dyrum klukkutíma eftir að við komum heim, afar þægilegt.
Gærdagurinn var frekar rólegur hjá okkur, fórum heim til Nonna til að þrífa aðeins eftir okkur og svo í göngutúr í Vondelpark. Þar eru leikvellir út um allt og venjulega er bar við hliðina þannig að fólk situr bara og sötrar bjór á meðan krakkarnir leika í sandkassanum, athyglisverð menning:-) Ég held að eitthvað yrði nú sagt ef maður færi í fjölskyldugarðinn heima með börnin í annarri og bjór í hinni!
Í dag var síðan komið að enn einni fýluferðinni, sú tók nú reyndar bara rúman klukkutíma en ekki 5 eins og sú á föstudaginn var. Hlutirnir ganga afskaplega hægt fyrir sig og ekkert nýtt er að frétta af dótinu okkar í tollinum, er samt að fara að faxa einhverja pappíra þangað á morgun og vona að eitthvað gerist þá. Við gömlu hjónin erum að verða ansi bakveik af þessari hroðalegu gormadýnu í rúminu hérna og dreymir tempur-dýnurnar okkar allar nætur.
Hefi líka ákveðið að ef við fáum ekki dótið í þessari viku þá verður neyðar-ferðin í H&M farin um næstu helgi!
Ég hef heldur ekkert fengið enn af dótinu sem átti að koma hingað í íbúðina, en það hlýtur að koma að því.
Alvilda byrjar í skólanum í fyrramálið og er mjög spennt, fórum að kaupa nestisbox í dag og allt að verða tilbúið.
Elmar var á fyrstu æfingu fyrir frönsku óperuna sem á að setja upp í desember, núna í dag, gekk þokkalega held ég en það virðast allir hafa lært frönsku nema hann plús að hafa legið yfir þessu í allt sumar. Þetta er sko ekki vinnandi fólk eins og við Íslendingarnir! En þetta á örugglega eftir að ganga vel hjá honum, hef fulla trú á því.

Nóg í bili, bestu kveðjur frá litlu fjölskyldunni í Dam


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Adda... bloggid thitt "makes my day" herna i hinni köldu nordur Svithjod! Ofsa gaman ad lesa hvernig gengur hja ykkur ;) En heyrdu, nu erum vid semsagt bunar ad opna pepp bloggid okkar, vid stelpurnar, og eg var ad spa i hvernig madur faer thig sem sona blog-vin?!? Eg er buin ad leita um allt a thessum vef en finn ekki hvernig eg a ad gera thad... er nu vist ekkert tölvuseni!!!   www.pepp.blog.is

Hlakka til ad heyra fra ther elskan

Knus *

Kristbjörg 

Kristbjörg (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 19:37

2 identicon

HÆ Kristbjörg mín, alltaf gaman að heyra frá þér. Þú ert manna duglegust við að setja inn komment, er svoooo ánægð með þig:-) Til lukku með þína síðu, er búin að skrifa þar um bloggvinadæmið.

Love, Adda

Arngerður María Árnadóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 19:56

3 identicon

Þú ert svo dugleg að blogga Adda mín - er ekkert smá ánægð með þig! Verður aðeins auðveldara að hafa þig í útlandinu þegar maður fær að fylgjast svona vel með  

Vona að þið farið nú að fá dótið ykkar úr tollinum - finnst samt að þú eigir nú alveg skilið að fara í H&M og versla aðeins, hvort sem það verður neyðarferð af því að allt er fast í tollinum eða til að fagna því að þið verðið búin að fá dótið ykkar

Soffía (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 14:11

4 identicon

Liltla skólablómarós :D Hvernig var fyrsti dagurinn ?Vonandi gekk vel og þú gast leikið við hina krakkana...

Mía systir (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 23:11

5 identicon

Hæ öll!  Hvernig var fyrsti leikskóladagurinn Alvilda?  Góðir og skemmtilegir krakkar og leikskólakennarar?  Ný vináttusambönd í uppsiglingu?  Svakalega ertu flott í þessum leðurstígvélum Alvilda.   Vona að það fari nú að styttast í dótirð ykkar........Annars er enginn neyð að fara í HM, þar er auðvelt að gleyma sér auk þess að vera með kort í veskinu sem orðið hundleitt á því að vera lokað inni.   Knúsur   Þóra

Alvilda Þóra Elísdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband