Raindrops keeps falling on my head...

ójá, það rignir hér í Amsterdam í dag. Held að ég sé að átta mig á veðurmynstrinu hérna, sól og blíða annan daginn og rigning og blíða hinn.
Þegar ég var vakin í morgun, á sama hátt alltaf en þá hendir Alvilda sér ofan á mig í rúminu og reynir svo að draga mig á fætur...aldrei pabba sinn sko;-) mundi ég skyndilega eftir því að ég hef ekki bloggað í 4 daga, þetta er náttúrulega engin frammistaða svo hér er ég nú sest niður.
Á mánudaginn kom dótið langþráða loksins, hjólin, dýnan, undirfötin og allt saman alveg heilt og óskemmt:-) Samskipum hefur sem sagt farið fram síðan ég flutti síðast með þeim fyrir 9 árum síðan en þá tókst þeim á ótrúlegan hátt að eyðileggja hjólið mitt. En nú hefi ég fyrirgefið þeim það að fullu. Það tók nú sinn tíma að koma þessu öllu fyrir en Elmar lagði lokahönd á verkið í gærkvöld og er nú allt komið á sinn stað.
Í fyrrakvöld bauð Nonni okkur í mat en hann hafði eldað handa okkur þessa dýrindis 5 rétta kínversku máltíð og bruggað bjór með;-) Alltaf gott að komast í matarboð og nú er einungis 1 dagur í það næsta því Guðrún Anna, vinkona Nonna er búin að bjóða okkur öllum til sín annað kvöld. Ekki slæmt að eiga svona góða að hérna:-)

Ég er búin að vera að reyna að vinna aðeins í mínum málum upp á síðkastið. Í síðustu viku komst ég í samband við organista í stórri og fínni kirkju hérna, Michael Hedley, hann var mjög almennilegur og til í að aðstoða mig en því miður var hann á leið í frí og kemur ekki aftur fyrr en 6. október en ég á að hafa samband þá. Ég veit svo sem ekkert hvað kemur út úr því, hvort hann hefur einhverja æfingaaðstöðu handa mér, eða hefur áhuga á að taka mig í tíma, eða hvað....kemur í ljós bara.
Í þessari viku fékk ég síðan þá hugmynd að hafa samband við organista organistanna hérna í Hollandi, Jacques van Oortmerssen, mjög frægur maður sem allir organistar vita hver er. Hann brást skjótt við og bauð mér að koma í hóptíma til sín í dómkirkjunni í Harleem sem er borg í um 15 mín. lestarferð héðan. Við Alvilda lögðum því land undir fót í gær til að hitta manninn. Ég fylgdist með tímanum hjá honum og svo tókum við smá spjall. Hann var mjög almennilegur og sagði að hann vildi gjarnan að ég spilaði fyrir sig sem fyrst, ef honum litist á mig vildi hann senda mig í einkatíma til einhvers af sínum fyrrverandi nemendum en hann myndi líka fylgjst með mér og kannski taka mig í tíma sjálfur einu sinni í mánuði. Hér verð ég nú eiginlega að viðurkenna að ég hafði samband við manninn undir því yfirskini að ég hefði áhuga á að taka inntökupróf í orgeldeildina í Konservatoríinu en hann er sem sagt deildarstjóri þar. En á þessu stigi málsins veit ég ekki hvort mig langar í þessa deild, en það sakar kannski ekki að skoða málið, sérstaklega ef ég fengi þennan mann fyrir kennara.
En vandamálið núna er það að ég hef ekkert orgel til að æfa mig á og veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í því. Ég stefni hins vegar á að kaupa mér rafmagnspíanó á morgun en ég þarf auðvitað líka að hafa aðgang að orgeli, ég hef ekki snert á útskriftarverkunum mínum í 3 mánuði svo ég þarf nú aðeins að dusta af þeim rykið áður en ég fer að spila þau fyrir mr. van Oortmerssen. Hann sagði mér svo reyndar frá því að það væri laust pláss í deildinni núna og það væri kannski möguleiki að troða mér inn, en það gengur náttúrulega ekki upp þar sem Alvilda er svo lítið í skólanum og við höfum auðvitað enga pössun. Enda er kannski bara ágætt að nota veturinn til að undirbúa inntökupróf sem ég myndi þá taka í júní, það nefninlega fer eftir frammistöðu á inntökuprófi hvort þeir setja mann á fyrsta, annað, eða þriðja ár í B.A náminu eða hvort maður kemst beint inn í masterinn. T.d eru 2 nemendur hjá honum á 2. ári í B.A sem voru búnir með B.A gráðu annars staðar en þóttu bara ekki nógu góðir til að komast í masterinn. Þannig að standardinn er mjög hár.

Þetta er að verða alltof langt og leiðinlegt blogg, lofa að vera skemmtilegri næst en nú vitið þið allavegana hvað er í gangi hjá mér:-)

Kossar og knús, Adda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langt kannski, en alls ekki leiðinlegt!  Farðu vel með þig.

Anna Sigríður Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 10:28

2 identicon

Hæ, Adda, Elmar og Alvilda Eyvör.

Mig dreymdi ykkur svo mikið í nótt að ég mátti til með að senda ykkur smá kveðju.

Við vorum stödd einhversstaðar utan við Reykjavík, t.d. Keflavík eða á Selfossi og þurftum að komast í bæinn. Kári fór á undan því hann þurfti að ná á einhverja tónleika, en ég, Elísa og þið A+E+A vorum að leita eftir einhverjum almenningssamgöngum, því Adda mátti ekki heyra annað nefnt en æfa sig í þeim f. Hollandsferðina!

Gaman að heyra hvað ykkur líður vel þarna.

Kæra kveðjur frá okkur á Sæbólsbrautinni.

Bjarnheiður, Kári og Elísa.

Bjarnheiður Elísdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 13:59

3 identicon

Hæ.Við stoppum stutt núna förum aftur 1. okt. viltu byðja veðurguðinn að hafa gott veður þegar við komum???? Kveðjur úr Mosó

Líney (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband