1. Erum loksins orðin "Hollendingar" eftir 6 vikna pappírsvinnu, ferðalög og símtöl, fengum sem sagt dvalarleyfin okkar á föstudaginn.
2. Ég þótti loksins hæf til þess að komast inn í hollenska bankakerfið og á von á debetkorti í pósti...jeiiiiii. Hins vegar fæ ég ekki kreditkort frekar en nokkur annar hér sem ekki er með neinar tekjur. Athyglisvert þar sem maður getur fengið eins mörg kort og maður vill heima, sama hvort maður er atvinnulaus, námsmaður eða hvað!
3. Er búin að fara 4 ferðir til Zaandam að æfa mig á orgelið góða:-)
4. Náði að stytta ferðalagið til Zaandam úr 60 mín í 45 hvora leið sem hlýtur að reiknast sem 30 mínútur í gróða, ekki slæmt það:-)
5. Er í tengslum við nýja ferðaáætlun farin að stunda þríþraut, 12 mín. hjólreiðar, 10. mín. lestarferð og 10 mín. kraftganga hvora leið.
6. Tókst að týna hjólinu mínu á lestarstöðinni. Tók 10 mínútur og 2 hringi í kringum stöðina að finna það í innan um hin ca. 5000 hjólin!!!
7. Lærði að leggja vel á minnið hvar ég legg hjólinu og vera alltaf á því gula, fljótlegra að finna það þar sem 95% hjólanna hér eru svört og líta alveg eins út og nýja hjólið mitt:-)
8. Búin að fara þrisvar sinnum út að hlaupa og fer núna allan hringinn í Vondelpark á tæplega 25 mínútum og án þess að líða eins og öll innyflin séu að koma upp úr mér.
9. Hef kvartað svo mikið við leigumiðlunina út af íbúðinni, leka og kulda, að þeir létu til leiðast og ætla að koma á morgun, gera úttekt á íbúðinni og hugsanlega fara út í einhverjar framkvæmdir.
10. Fór á kóræfingu í síðustu viku hjá fínum kammerkór sem reyndar hefur ekki pláss fyrir mig sem stendur en ég er komin á biðlistann;-)
11. Fer í kvöld á æfingu hjá kaþólskum kirkjukór, fæ vonandi að syngja með og hitti þar organista sem ætlar að athuga hvort hann geti aðstoðað mig eitthvað með mín mál.
12. Skilaði inn umsókn um organistastarfið.
13. Heimsóttum dýragarðinn á sunnudaginn, mjög flottur og skemmtilegur.
14. Alvilda og Elmar fóru í klippingu og eru sætari en nokkru sinni fyrr.
15. Bauð Nonna frænda í mat og gaf honum grænmetisrétt í svona 6. skipti í röð...alveg óvart....
16. Hef aldrei borðað jafn mikið af súkkulaði, súkkulaðikexi og grænmeti.
17. Hef örugglega aldrei hreyft mig jafn mikið á jafn skömmum tíma, vona að það vegi eitthvað upp á móti sykursukkinu mínu:-)
Athugasemdir
Þetta kalla ég nú afrekaskrá í lagi, endilega mynda Elma og Alvildu með nýju klippinguna og setja inná blogið. Knús frá okkur öllum
mamma (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 16:28
Hæ frænka. Virkilega gaman að fylgjast með ykkur, hafið það gott ;)
Erna Jóna (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 17:54
Mér þykir þú vera dugleg! Frábært að þú sért komin í samband við tvo kóra - það hlýtur að vera pláss einhvers staðar fyrir þína engilþýðu rödd!
Stendur þig líka ekkert smá vel í hlaupunum - og auðvitað þríþrautinni, vel af sér vikið
Soffía (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 21:45
Ég dáist að þér! Þú ert algjör ofurkona.
Haltu endilega áfram að borða súkkulaði, það er lykillinn að dugnaði.
Ætla að hvíla mig núna. Varð dálítið þreytt af því að lesa færsluna.
orgelstelpa (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.