Allt að gerast:-)

Ég fór á kóræfingu í gærkvöld hjá De Cappella Nicolai, en það er kór í St. Nicolaas kirkjunni sem er stór og falleg kaþólsk kirkja hér í miðborginni. Kórstjórinn/organistinn er alveg sérstaklega almennilegur maður og hann ákvað að gera mig að "aðstoðarmanni" sínum sem þýðir að ég mun syngja með kórnum og aðstoða hann með æfingarnar þegar þarf, eins og t.d að spila undir. Fyrir þetta fæ ég lykil að kirkjunni og get æft mig til kl. 11 alla daga á hárómantískt, nýuppgert Sauer-orgel!!! Ég er að sjálfsögðu mjög hamingjusöm með þennan díl:-)
Kórinn er bara nokkuð góður, telur 18 manns og syngur mestmegnis "early music" , þ.e tónlist frá 16. og 17. öld í athöfnum en heldur líka þrenna tónleika á ári þar sem efnisskráin er mun fjölbreyttari. Reyndar þarf ég að syngja 2 laugardaga og 1 sunnudag í mánuði sem er mun meira en í kirkjukórunum heima en ég held að það sé nú reyndar möguleiki að fá frí ef eitthvað sérstakt er.
Ef einhver er forvitinn þá set ég hérna inn slóðina á heimasíðu kirkjunnar en þar eru myndir og fleira.
http://www.muziekindenicolaas.nl/english/index.html

Það er líka mikið að gerast hjá henni Alvildu Eyvöru. Þau eru búin að vera að æfa eitthvað leikrit í skólanum og verða með sýningu 23. október, verður eflaust gaman að sjá það:-) Annars gengur bara vel hjá henni í skólanum, kennararnir eiga ekki orð yfir því hvað hún var fljót að læra hollensku lögin og hvað hún er klár að dansa, held við verðum að reyna að koma henni í ballett eða e-ð þannig. Hún talar enga hollensku í skólanum en talar þess í stað bara sína íslensku við kennarana:-) Hún kann nú samt þó nokkuð í málinu og við erum búin að kaupa svona Orðabók barnanna og kíkjum í hana á hverjum degi og lærum ný orð.

Elmar brillerar að sjálfsögðu í sínum skóla. Er að ég held orðinn um það bil altalandi á frönsku og syngur eins og engill, eins og alltaf:-) Undirbúningur fyrir óperuna gengur vel og æfingar fara á fullt í þarnæstu viku. Ég hlakka mikið til að fá að sjá hann í sinni fyrstu "alvöru" óperusýningu í desember, held að frumsýningin sé þann tólfta... svona ef þið ætlið að mæta;-)

Nú er haustfríið framundan og eigum við að sækja saumavélina kl. 8 í fyrramálið og þá verður haldið til Þýskalandsins. Við erum búin að ákveða að þiggja boð Þorgerðar um að vera hjá þeim fram á fimmtudag. Þau eru frábærlega staðsett þarna í Trier, stutt til Lúxemborgar og Frakklands og líka nóg að skoða þarna í þeirra nágrenni.

Bestu kveðjur til allra heima:-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir "Hollendingar"

Gaman að fylgjast með ykkur...frábært hvað allt gengur vel.

Hafið það sem allra best

Kveðja, Ella og Frosti 

Ella (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 17:13

2 identicon

Elsku Adda min!

Thetta litur ekkert sma vel ut hja ykkur... vona ad eg komist i heimsokn og a einhverja tonleika hja ykkur badum i vor

Knus og kossar ***

Kristbjörg (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband