...reyndar ekki úti, heldur inni í St. Nicolaas þar sem ég var að æfa mig í morgun. Þetta hafðist sem sagt loksins, í gærkvöld fékk ég lykla að kirkjunni og þvílíkur munur að vera ekki hríðskjálfandi og loppin á höndunum við að spila...tóm hamingja sem sagt. Þó er sjálfsagt vissara að vera búin að æfa vel fyrir næstu kóræfingu þar sem stjórnandinn var ekki mjög sáttur við kórinn í gær og allt gekk á afturlöppunum. Þetta týpíska tímabil að hefjast, þ.e síðustu æfingar fyrir tónleika þar sem ekkert gengur upp en svo smellur þetta nú venjulega allt þegar á hólminn er komið sem í þessu tilfelli verður 11. nóvember.
Við Alvildu skutluðumst upp á Kinkerstraat í gær og versluðum með nýja, fína debetkortinu mínu 10 jólagjafir á ca. 30 mínútum...hhmmmm kannski hljómar þetta ekkert vel... Þar með eru jólagjafainnkaup að verða hálfnuð og bara 2. nóvember, nokkuð gott ekki satt?
Annars allt í góðu hér, Elmar í skólanum og gengur vel, Alvilda syngur "Nínu" daginn út og inn og fílar sig sérstaklega vel í kaflanum: "er ég vakna, óóóó, nína þú ert ekki lengur hér...". Held við mæðgur drífum okkur nú í búðina að versla inn fyrir helgina en D og K koma í kvöld og þarf því að endurnýja birgðir hótelsins af matar og drykkjarvörum ýmsum.
Góða helgi og bestu kveðjur frá okkur!
Athugasemdir
hahaha Alvilda snillingur !.. Hún fær þá kannski einhverntíman að keyra vestur með ömmu Rakel, Míu frænku og Rakel Ingu.. Þá er sko hækkað í botn og gargað Nínu alla leiðina ;)....
Emilia (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 18:12
Góða skemmtun um helgina! Bið að heilsa helgargestunum og að sjálfsögðu hinum hótelhöldurunum líka, Elmari og Alvildu
Soffía (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 00:26
Sko þig Alvilda, amma getur sko alveg sungið Nínu með þér, kann hana alveg aftur á baka og áfram:-)
amma Rakel (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:34
Ae hvad thad er gaman ad heyra hvad thad er mikid lif hja ykkur...
Og til hamingju med debetkort og korstjornun!!! Hlakka til ad fa ad heyra skemmtisögur af D+K og ykkur um sidustu helgi...
Kossar ***
Kristbjörg (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.