Jæja, þá erum við loksins komin í íbúðina okkar og erum bara yfir okkur hamingjusöm með hana. Vorum náttúrulega bara búin að sjá 3 litlar myndir á netinu og vissum ekki alveg á hverju við áttum að eiga von, en ég held að segja megi að þetta hafi farið fram úr okkar björtustu vonum. Topparnir eru risasvalir meðfram allri íbúðinni svo og þessi svakalega eldavél sem skoða má á nýju myndunum í september 2007 albúminu. Svona monster hélt ég að væri aðeins að finna í mötuneytum og stærri veitingastöðum, mér sýnist að ég geti bakað 9 svamptertubotna í einu í ofninum sem er á þremur hæðum! Læt vita þegar ég verð búin að sannreyna það.
Hvernig er það annars, ætlar enginn að fara að bóka pláss hjá okkur um jólin??? Kitchen Aid vélin kemur vonandi einhvern tíman úr tollinum og þeir sem eitthvað kunna í stærðfræði ættu nú að geta reiknað eftirfarandi dæmi: Risabakarofn + Kitchen aid + jól + ægilega skemmtilegt fólk - (snjór + ófærð) - óteljandi fjölskylduboð með sama x marga fólkinu og síðustu y mörg ár x 6 gashellur/ afar ódýrt rauðvín + skipulagðar ferðir í 3x(Coffeeshop + búðir) = ???
Svör óskast send í athugasemdir, vegleg verðlaun í boði!
Elmar byrjaði í skólanum í dag og líst mjög vel á. Önnin virðist ætla að byrja á viðráðanlegum hraða en eftir haustfríið um miðjan október verður brjálað að gera við að æfa franska óperu sem þau ætla að sýna í desember, mjög spennandi allt saman.
Á morgun ætlum við að gera tilraun nr. 2 til að skrá okkur inn í landið, vonum að það muni ganga svo við getum farið að fá okkur síma og bankareikning og kannski færst örlítið nær því að fá þetta blessaða dót okkar frá vinum okkar í tollinum.
Bestu kveðjur frá Breiðarauðastræti
Athugasemdir
mig dauðlangar svo að koma um jólin.. en að sama skapi hef ég ALDREI verið án mömmu um jólin svo ég veit ekki.... Það er nú samt spurning að þú bakir 9 svampbotna fyrir afmælið hans Elmars.. Kannski við getum laumað einhverju girnilegu úr coffieshoppinu útí það
En allavena gaman að íbúðin hafi verið svona fín:D..
Mía systir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 00:15
Á ég að trúa því að þið ætlið ekki að koma heim yfir hátíðarnar. OMG
Annars væri ég nú alveg til í að vera í úttlöndum aftur :) Það var mjög vægast sagt mjög sérstakt að upplifa jól í öðru landi og í annarri fjölskyldu...
Letilufsa, 4.9.2007 kl. 14:15
Hvernig fór ég eiginlega að því að enda í 40 fermetra námsmannaíbúð og borga morð fjár fyrir þegar hægt er að leigja penthás fyrir helmingi fleiri peninga?
Út úr reikningsdæminu fæ ég: Tilboð hjá Sterling + jól + Hoppikastali úr svamptertubotnum + 2 óforskammaðir Kaupmannahafnarbúar með gríðarlegt áunnið rauðvínsþol (band-aid+pí)=112
Við óskum þér góðra jóla, við óskum þér góðra jóla, við óskum þér góðra jóla og... (feidát)
orgelstelpa (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.