Helgi hors, hita og moskítóbita!

Nú er Elmar farinn að spurja mig hvort ekki sé kominn tími á nýja færslu svo nú er ég sest niður við tölvuna á ný. Fyrirsögn pistilsins segir nú reyndar eiginlega allt sem segja þarf um helgina sem brátt er nú á enda. Heimilisfaðirinn lagðist í rúmið í gær með hósta, hita, hor og tilheyrandi og er svona að byrja að skríða saman aftur núna, sem betur fer þar sem skólinn byrjar á morgun og við ætlum að flytja í íbúðina "okkar". Alvilda er búin að vera með óstöðvandi hornös en samt eldhress svo að við mæðgurnar erum búnar að vera að leika okkur saman um helgina. Fórum í Vondalpark í gær, og svo í bæinn í dag að kaupa skóflu og fötu svo við getum mokað í risasandkassanum í Vondelpark, sáum brúðuleikhús á Dam Square sem er torgið í hjarta borgarinnar, kíktum inn í H & M ( er samt enn ekki búin að kaupa neitt!), fengum okkur ein borgara á Makka Dó og fleira skemmtilegt.
Nú erum við hins vegar komnar heim og freistum þess að koma manninum til heilsu með engiferi, sítrónu, hunangi og þess háttar kuklstarfsemi.
Undirrituð hefur hins vegar eignast marga vini um helgina, sem eru nú reyndar hrifnari af henni en hún af þeim. Þeir hafa orðið þess valdandi að hún líkist fílamanninum meir með hverri nóttinni sem líður og kláðinn er um það bil óbærilegur en er hún staðráðin í að standa þessar árásir af sér og ætlar að baða sig upp úr Moschito ilmvatni fyrir komandi nótt.

Kveðjur frá Dam, Adda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú byrjar ekkert smá vel í blogginu - ánægð með þig!

Batakveðjur til Elmars og Alvildu og gangi þér sjálfri vel í moskítóbaráttunni!

Kveðja úr sveitasælunni í Mosó*

Soffía (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 19:50

2 identicon

Hvernig væri að fara að bjóta ísinn í HM!!!

Mía systir (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Arngerður María Árnadóttir

Hahaha...það fer að koma að því, don´t worry:-)

Arngerður María Árnadóttir, 3.9.2007 kl. 07:06

4 identicon

Til hamingju með að vera komin í íbúðina, myndirnar lofa góðu, vonandi fer dótið ykkar að losna úr álögum tollsins. Ástrakveðjur til ykkar allra.

mamma (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband