Í fréttum er þetta helst:

Tollurinn í Rotterdam er í afleitu skapi þessa dagana og kemur ekki til hugar að afgreiða búslóð Arngerðar og fjölskyldu. Þó er aldrei að vita nema á einhverjum sólríkum haust/vetrar/vordegi, einhvern tíman í framtíðinni, muni þeim þóknast að skoða þessi mál. En eitt er víst að ef Arngerður og fjölskylda munu með einhverjum hætti reyna að ýta á og flýta fyrir afhendingu, þá mun það fara þveröfugt ofan í tollverði sem munu þá í fyrsta lagi huga að þessu máli á nýju ári. Svo það eina sem fjölskyldan á Brederodestraat getur gert nú er að "BÍÐA". Húsmóðirin er þó um það bil að missa þolinmæðina og raukí fússi í bæinn í dag og verslaði nokkrar flíkur á mæðgurnar, bæði til þess að þurfa ekki að þvo á hverjum degi svo og að frjósa ekki í hel á svölum síðsumarskvöldum.
Einmuna blíða var í Amsterdam í dag og myndir úr þessari verslunar/menningarferð mæðgnanna má sjá hér neðar á síðunni.

Þá er fréttalestri lokið, góðar stundir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mundu bara að senda reikninginn fyrir fatakaupunum á hollensk tollayfirvöld. Lifið heil!

orgelstelpa (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband