um þetta snýst líf okkar svona meira og minna þessa dagana. Undirrituð eignaðist alvöru "Hollendinga" hjól á laugardaginn var, það eru nokkuð merkileg farartæki amk í augum Íslendinga en afar þægileg þegar þau venjast og maður fer svona nokkurn vegin að hafa stjórn á ferlíkinu:-) Snara inn mynd af gripnum hið fyrsta.
Um helgina var æðislegt veður hérna, 22 stiga hiti og sól og í gær fórum við í langan hjólatúr um borgina og enduðum svo í piknikk í Vondelpark. Í þessum túr áttuðum við okkur nú á því hvað það er reyndar þægilegt að víkja hvorki fyrir einu né neinu og bara hjóla, sama hvort einhver eða eitthvað er í veginum eður ei. Hins vegar verða þessir hollensku siðir afar pirrandi ef maður slysast til að vera einhvers staðar fótgangandi, og því höfum við enn ekki tekið afstöðu til hvort við ætlum bara að vera hollensk eða reyna að innleiða nýja og betri hjólreiðasiði í þetta land.
Síðastliðinn fimmtudag fékk ég þá snilldarhugmynd að fara út að hlaupa...reyndar er það engin nýlunda að ég fái þá hugmynd en sjaldnast kemst hún á framkvæmdastigið. En Vondelpark togaði í mig og 15 stig og skýjað er náttúrulega úrvals hlaupaveður svo að ég lét mig hafa það. Þetta varð náttúrulega hræðilegt eins og alltaf þegar maður hefur ekki hlaupið í einhvern tíma, en ég hafði þetta af og við hjónaleysin fórum síðan að jogga í gær og aftur í dag!!! Held við séum endanlega að ganga af göflunum, plús það að ég fjárfesti í þessum fínu eldrauðu lóðum um helgina svo ég geti nú farið að reyna að styrkja bakið fyrir orgelæfingarnar sem vonandi eru framundan. Langar til að skjóta hér að einni spurninu til lesenda: Finnst ykkur eitthvað athugavert við það að taka nokkrar æfingar með lóðum út á svölum í 22 stiga hita og sól???? Þetta finnst mér afar eðlilegt en ég held að Elmar hafi hins vegar aldrei skammast sín jafn mikið fyrir mig og fannst ég hrikalega hallærisleg...sko ef ég væri aflitað, sóbekkjaoflegið, steravaxtarræktartröll og hefði verið ber að ofan þá kannski hefði þetta verið too much..eða hvað segið þið???
En í hlaupatúrnum í gær prófuðum við að hafa Alvildu með okkur á bleika hjólinu, það gekk nokkuð vel framan af en þó varð fyrsta hjólaslysið í þessari ferð en okkar er nú hraust og var ekki lengi að ná sér og skella sér á bak aftur. Skólinn gengur vel hjá henni, finnst erfitt þegar við kveðjum hana á morgnana en Wendy ofuryndislega segir að hún jafni sig alltaf um leið á því. Hún er búin að læra nokkur orð og að telja upp að 10 og er bara frekar áhugasöm um hollenskuna.
Hjól er nú ekki það eina sem ég hefi eignast síðan ég bloggaði síðast því á föstudaginn fórum við Nonni í píanóinnkaupaleiðangur og ég keypti mér Yamaha 220, ægilega fínt digital píanó. Þetta er svo sem langt frá því að vera eins og alvöru píanó, en það er samt allt annað að hafa eitthvað hljóðfæri hérna heima og ég get alveg æft orgelverkin eitthvað á þetta, svona fyrir utan pedalinn auðvitað. Annars er möguleiki að ég komist í orgel í Zandaam sem er bær svona 15 mín fyrir utan Amsterdam, er að reyna að ná í mann út af málinu til að meiri upplýsingar.
Bestu kveðjur til allra frá okkur í Dam:-)
Athugasemdir
Hvet þig eindregið til að halda lóðalyftingum áfram á svölunum - mér finnst það ofursvalt
Soffía (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 23:26
Sammala sidasta raedumanni!!! Frabaert framtak se thig alveg fyrir mer ad taka a thvi! Öfunda thig pinulitid... sko, baedi af svölunum og goda vedrinu!
Koss
Kristbjörg (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 18:47
Mér finnst elmar of viðkvæmur, nú eruð þið í "útlöndum" og þá er allt svona leyfilegt.. hehe.. Ákveðinn nágranni okkar hérna heima í denn, gerði þetta nú úti á tröppum, nema í staðinn fyrir eldrauðu handlóðin þá var hann með "geislasverð".. Uber töff.. Bið innilega að heilsa ykkur öllum.
elísa (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 08:48
Ég þakki kærlega stuðninginn stelpur mínar, ég vissi að þið mynduð skilja mig og nú veifa ég þessu framan í Elmar sem hnussar bara og segist a.m.k ekki ætla að vera heima næst þegar ég verð með svalashow:-)
Arngerður María Árnadóttir, 27.9.2007 kl. 20:01
Adda prufaðu að setja þig í spor þeirra sem labba framhjá í rólyndi sínu og er litið upp og sjá þar Ödduna að hnykkla vöðvan í gríð og erg...! Hvað myndir þú halda um þá manneskju??? En aðal málið er að það skiptir engu hvðöðrum finnst svo haltu bara áfram að súperwomenast þarna á svölunum...
En þú mátt samt alveg gefa þér tíma í að blogga inná milli ;)
Emilía (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.