French, sophisticated and smart...

Þetta er niðurstaðan sem ég fékk út úr könnuninni "Who is your inner europian" sjá http://www.blogthings.com/whosyourinnereuropeanquiz/, svona ef einhver hefur ekkert að gera eins og ég:-) En svo virðist sem sagt vera að ég sé í röngu landi, hhmmmm, þar sem svona kannanir ljúga náttúrulega aldrei hef ég svona nettar áhyggjur af þessu. Reyndar var Elmar að stinga upp á því um helgina að næsti viðkomustaður okkar í millilandaflutningum yrði einmitt Frakkland svo kannski ég ætti bara að fara að drífa mig á frönskunámskeið!
En það hefur verið nóg að gera síðustu daga á Grand hotel Organia Amsterdam. Fyrstu gestirnir okkar komu á föstudaginn var en það voru þau Soffía og Svanur, sem kom vel að merkja í flísgallanum og gönguskónum þar sem Soffía var búin að ljúga í greyið að hann væri að fara í óvissuferð, sem var auðvitað satt en hann gerði frekar ráð fyrir því að hann væri að fara að klífa fjöll og vaða ár heldur en að fara í menningar/skemmtiferð til Amsterdam. Þetta varð hin besta helgi, fórum á mjög sérstakan og skemmtilegan stað á föstudagskvöldinu sem heitir Supperclub. Fengum þar 5 rétta máltíð upp í rúm...alveg satt...nudd, skemmtiatriði og síðan fengu S og S kynningarferð um hin ýmsu hverfi miðborgarinnar. Meðan á þessu stóð var Alvilda Eyvör í heimsókn hjá Nonna frænda sem gaf henni græna súpu og hvíta köku með rauðri sósu, ekki amalegt það enda Alvilda hæstánægð með frænda sinn:-) S og S voru síðan vakin morguninn eftir með nýbökuðum ammmmerískum pönnukökum, nýbökuðu brauði, ostum, nýsneiddri serranoskinku frá slátraranum og fleira góðgæti. Voru menn sammála um að gæði morgunverðar gæfi hótelinu a.m.k eina viðbótarstjörnu, og síðan má ekki gleyma því að að sjálfsögðu gistu gestirnir í hjónasvítu hótelsins sem búin er glæsilegum innréttingum, rúmi með tempur heilsudýnum og sérinngangi. Síðan tók menningin við, útiskák, Van Gogh safnið, pönnukökuhús og bjór, verslanir og síðan fengu gestirnir að kynnast alvöru hollenskri hjólamenningu um kvöldið þegar 5 manns hjóluðu á 3 hjólum á ítalskan veitingastað, í sparifötunum í grenjandi rigningu sem er afar hressandi og lystaukandi!
Gestirnir yfirgáfu okkur síðan snemma á sunnudag, Alvildu til sárra vonbrigða en hún var búin að margspurja þau hvort þau vildu ekki eiga heima hjá okkur...held hún sé að verða hálfleið á okkur foreldrum sínum.
Á sunnudag héldum við fjölskyldan síðan til Rotterdam, en Ester Helga frænka Elmars var að flytja þangað með nýfætt barn og mann. Mamma hennar og bróðir voru stödd hjá þeim og fórum við að hitta fólkið og áttum góðan dag þar.

Over and out, Adda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærar þakkir fyrir frábæra helgi! Grand hotel Organia Amsterdam fær sko fullt hús stiga og leiðsögumennirnir og skemmtikraftarnir sem þar búa sömuleiðis:-)

Soffía (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 09:37

2 identicon

Ætli sé ekki best að ég flytji þá með ykkur til Frakklands - ég er nefnilega líka French and sophisticated skv þessu prófi;-)

Soffía (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 15:29

3 identicon

Va hvad thad hefur verid gaman hja ykkur elskurnar!!! Mjög skemmtilegar myndir sem Soffia er buin ad setja a facebookid sitt lika ;) Eg efast nu heldur ekki um gaedi gestgjafanna og hotelsins... hlakka hrikalega til ad koma i heimsokn einhvern timann i vetur eda vor... kannski eg komist med i juniferdina sem Soffia var ad tala um!

Knus og kossar *

Kristbjörg (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband