...já eða pólsk eða rúmönsk...

Hollendingar eru mikið að velta því fyrir sér hvaðan ég sé, flestir skjóta á Pólland, í öðru sæti kemur síðan Rúmenía en engir giskar á Frakklandið....hhhmmmmm. Hins vegar verða allir afar áhugasamir þegar ég segist vera frá Íslandi og vilja ýmist ræða um kvenforsetann okkar, Björk eða íslenska landsliðið í handbolta. Serbinn sem hleypti mér inn í kirkjuna í Zaandam í morgun og gaf mér þetta fína te, var t.d mikill handboltaáhugamaður og vissi ýmislegt um "strákana okkar". Ég sem sagt komst loksins í orgel núna í morgun en ég er búin að fá aðgang að kirkju í Zaandam sem er auðvitað frábært. Ég vil taka það skýrt fram að ég er afar þakklát fyrir þetta en hins vegar eru nokkrir gallar á gjöf Njarðar. Það tekur mig klukkutíma að fara hvora leið, kirkjan er óupphituð og orgelið er bilað! Ein nótan í pedalnum hljómar stöðugt en ég einbeiti mér eins og ég get við að reyna að útiloka hana og ímynda mér að þetta hljómi frábærlega sem ég er að spila þrátt fyrir að þetta rammfalska des sé alltaf með:-) Serbneski kirkjuvörðurinn var sérlega almennilegur, ekki hvað síst með tilliti til þess að hann kann sama og enga ensku en hann var afar viljugur að reyna og okkur tókst að spjalla á einhverri blöndu af ensku, hollensku og serbensku og svo bauð hann mér aðgang að tölvunni sinni og alles. Því miður kemst ég ekki til að æfa mig á morgun þar sem við þurfum að fara í enn eitt pappírsferðalagið, vonandi það síðasta, til að fá dvalarleyfi. En ég stefni á að fara 4 sinnum í næstu viku og komast nálægt því að vera tilbúin að spila fyrir van Oortmerssen. (Þessi fíni organisti sem ætlar kannski að kenna mér.)
Um síðustu helgi frétti ég af lausri organistastöðu hér niður í bæ og í bjartsýniskasti hefi ég ákveðið að sækja um. Þetta er stutt frá okkur, fínt orgel og frekar lítil vinna, bara spila 2 sunnudaga í mánuði og vera með eina kóræfingu fyrir hverja messu. Væri alveg frábært fyrir mig en hins vegar hef ég ekki hugmynd um hvernig framboðið er á organistum hér og ég tala ekki einu sinni hollensku svo ég yrði nú örugglega seint tekin fram yfir Hollending, en það sakar heldur ekki að reyna. Kannski líka ágætt að komast að því fyrr en seinna hvort maður hefur einhverja möguleika á að fá vinnu hérna sem organisti eða ekki:-)
Haustfrí byrjar hér í Amsterdam á föstudaginn eftir viku og það þýðir að Elmar og Alvilda eru í fríi í heila viku. Í tilefni af því höfum við pantað okkur saumavél sem við ætlum að reyna að komast á til Trier að heimsækja Þorgerði og fjölskyldu. Saumavél þessi heitir Chevrolet Matiz og er með 0,8 vél og Þorgerður er vinkona mín úr M.A, svona fyrir þá sem þurfa frekari útskýringar á málinu. Við ætlum að fara á laugardegi, 13. okt, og koma aftur á fimmtudegi og hlökkum mikið til:-)
Er farin út að hlaupa, kossar og knús Adda

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elskan, rosa flott hja ther hvernig thu ert buin ad koma ther vel fyrir i tonlistarheiminum  Eg daist ad ther, darling! Mig langar oskaplega til ad thu latir mig vita med sma fyrirvara thegar thu heldur tonleika svo eg geti fengid ad koma og hlusta... Mer finnst otrulega flott ad hlusta a orgelverk, alveg satt!!! Eg olst upp vid thad ad amma min i sveitinni spiladi alltaf a orgel og vid sungum undir  

Goda helgi elskurnar

Kristbjörg (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 14:07

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Til hamingju með þessa litlu sigra.  Það líður ekki á löngu þangað til þú verður kominn með arrmennilegt orgel að spila á.  Orgelið og þú eruð eitt, það er nokkuð ljóst. 

Annars vil ég bara þakka ykkur Elmari og krúsinni ykkar hjartanlega fyrir frábæra helgi.   Loksins fékk maður að berja Amsterdam augum.  Bk- Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 9.10.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband