Túlípanar og tréklossar

Úffff, þetta er erfitt....fyrsta bloggfærslan. Er búin að vera að mana sjálfa mig upp í þetta í allan dag en ég var víst búin að lofa þessu hægri vinstri heima á Íslandi og maður á nú alltaf að standa við gefin orð, er þaggi...
En aðalástæðan fyrir því að ég hefi ákveðið að gerast "bloggari" eru flutningar okkar til lands túlípanana og tréklossanna, Hollands, nánar tiltekið Amsterdam. Því má skjóta hér inn að ég er búin að sjá eina blómabúð hérna og þar voru bara túlípanar, grínlaust! Við mættum á svæðið í gær og hreiðruðum um okkur í íbúðinni hans Nonna frænda. Síðan erum við búin að vera í allskonar útréttingum í sambandi við dvalarleyfi og þ.h en í dag fórum við í mjög skemmtilegan könnunarleiðangur um hverfið okkar, sáum húsið okkar að utan en við fáum afhent á mánudaginn kl. 10. Hverfið lítur rosalega vel út, gatan okkar er róleg en í næstu götu eru búðir, bakarí, fatahreinsun og þ.h, veitingastaðir, pöbbar, kaffihús og svo að sjálfsögðu "coffeeshop";-). Svo fundum við skóla fyrir Alvildu sem er heila 50 metra frá dyrunum okkar, hittum skólastjórann og erum að fara að vinna í umsókn fyrir hana, þetta leit bara vel út. Vondelpark, sem er frægasti garðurinn í Hollandi, er líka við hliðina á okkur og þar var fólk að skokka út um allt. Við hjónin erum nú þegar farin að plana hlaup um leið og íþróttaskórnir okkar losna úr tollinum í Rotterdam, þeir eru svakalega strangir og leiðinlegir þar og við höfum ekki hugmynd um hvenær við fáum dótið okkar...vona að þeir séu ekki farnir að máta nýju nærfötin mín úr Victoria´s secret og sniffa kryddsafnið mitt sem að sjálfsögðu var sent yfir hafið.

Held ég ljúki hér með minni fyrstu bloggfærslu og geri heiðarlega tilraun til þess að ná honum Elmari litla frá tölvunni sinni, hér er rómantíkin í hámarki þar sem setið er sitthvoru megin við borðstofuborðið í sitt hvorum Makkanum...hhmmmmm, nördismi eða hvað:-)

Kv. Adda


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með fyrstu bloggfærsluna. Hún lofar góðu og ég hlakka til að lesa hér skemmtilegar lýsingar af lífinu í Amsterdam.

orgelstelpa (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 20:39

2 identicon

Til hamingju með bloggið Adda mín, stór áfangi að vera búin að skrifa fyrstu færsluna  Gott að heyra að ykkur líst vel á aðstæður! Hlakka til að fylgjast með framhaldinu.

Knús*

Soffía (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 10:09

3 identicon

Ég verð nú að segja það að ég var komin með pínu hland fyrir hjartað vitandi það að Elmar myndi nú ekki standa sig í stykkinu með sitt blogg, (ekki það að ég sé eitthvað betri) Ætli þessi þullaháttur sé eitthvað í genunum...  Er því yfir mig ánægð með það að þú hafir tekið stjórnina í þínar hendur ;)

Mía systir (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 10:22

4 Smámynd: Arngerður María Árnadóttir

Hehehe...ég þakka traustið elskan:-)

Arngerður María Árnadóttir, 31.8.2007 kl. 11:30

5 identicon

Sælt veri fólkið.

Gaman að fá að fylgjas með ykkur turtildúfum.

Gangi ykkur vel í útlandinu.

Líney Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:52

6 identicon

Gott að þú ert komin í samband við umheiminn.  Hlakka til að fylgjast með lífinu hjá ykkur og fá fréttir hvernig gengur.   Knús  Þóra

Alvilda Þóra (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband