Númer tvö

Ég held ég stefni í að verða einn af þessum óþolandi bloggurum sem skrifa alla daga um ekki neitt. Er búin að fylgjast spennt með athugasemdunum við fyrstu færslunni og monta mig við Elmar eftir því sem að IP-tölunum mínum hefur fjölgað....er eiginlega búin að sitja á mér í allan dag að skrifa ekki en nú held ég þetta ekki lengur út kl. 21:48!
Annars hefur lítið markvert gerst í dag, fórum fýluferð í útlendingaeftirlitið og þurfum því að fara aftur síðar, nota bene eftir að vera búin að hringja á mánudag og panta viðtalstíma, spurning hversu hratt/hægt þetta mun ganga fyrir sig. Nærfötin mín og kryddin eru enn föst í fj........ tollinum í Rotterdam og verða það örugglega næstu vikurnar, ásamt tempur-dýnunni, dúnsænginni minni, peysunum mínum, snyrtivörunum, bókunum... allt hefur nefninlega sinn tíma hér í Hollandi er ég að átta mig á. En eins og vitur maður sagði forðum, þolinmæðin þrautir vinnur allar, amk svo lengi sem það kólnar ekki mikið meira hérna á næstu dögum. Ég hélt að það væri smá sumar ennþá og er því aðallega með sumarkjóla, sólvörn og sandala í töskunni minni en það er ansi haustlegt, vindur, skýjað, skúrir og svona 14 stiga hiti.
En fyrir verslunarþyrsta vini og ættingja sem hafa hug á að mæta í heimsókn, þá er ég komin með verslunarúntinn á hreint eftir einungis 2 daga, geri aðrir betur og.....án þess að kaupa mér nokkuð! Erum strax komin í námsmannafílinginn og í kvöldmatinn voru borðaðir afgangar tveggja síðustu daga grænmetis-baunarétta!

Over and out, Adda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

ammadella (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 17:21

2 identicon

Sælir krakkar mínir.  Gaman að sjá bloggið þitt og að ykkur líður vel.

Ánægjulegt að sjá myndirnar af fallegu stelpunni.  Okkur líður vel - kveðja og knús. Amma Della og afi Elli

ammadella (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 17:25

3 identicon

Jæja elskurnar, gaman að fylgjast með bloginu,kem til með að fylgjast vel með því samhliða notkun á skypinu. Kveðja frá Gaua og Rakel Ingu

mamma (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 22:45

4 identicon

Gaman að fá að fylgjast með útlandaævintýrinu..

 kveðja Fífa og Máni

Fífa (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 00:42

5 identicon

Það er víst hvergi eins hröð þjónusta útí heimi eins og hér heima :D Vona samt að þetta fari að losna svo þið tapið ekki öllu bragðskyni og króknið úr kulda.. Og Adda mín, við hvítingjarnir meigum sko ekki við því að geta ekki púðrað á okkur nebbann ;)... En svona nýjustu fréttir þá var skírn í dag hjá Steru frænku og litli snáðinn fékk nafnið Atli Dagur..  Bara svona incase ef þið væruð ekki búin að heyra það... En pant far með þér að versla þegar við komum.. Var í mestu vandræðum síðast með að láta ekki stinga mig af ;)

Mía systir (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 01:18

6 Smámynd: Arngerður María Árnadóttir

Ó vertu velkomin my dear:-) Elmar verður bara heima að passa meðan við sjoppum;-)

Arngerður María Árnadóttir, 2.9.2007 kl. 14:44

7 identicon

... vonandi hefurðu munað eftir bókinn með uppskriftum af kartöfluréttum.  Eða er hún kannski í Rotterdam?  Hmmm, ég er viss um að tollararnir eru að prófa sig áfram með uppskriftirnar og skrifa þær upp áður en þið fáið góssið ykkar.

Solla

Solla (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 15:35

8 identicon

Heyrðu já, þú segir nokkuð....kannski er það kartöflubókin sem er að tefja afgreiðsluna, you never know:-)

Arngerður (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband